8-22. desember 2018

Jólaskógur Heiðmörk 2018

Það er orðin sterk hefð í mörgum fjölskyldum að koma í Jólaskóg Skógræktarfélags Reykjavíkur á aðventunni og höggva sitt eigið jólatré. Í ár verður Jólaskógurinn opinn helgarnar 8.-9. desember, 15.-16. desember og 22. desember frá kl. 11-16.

Gestir fá afnot af sög og skógarhöggmennirnir aðstoða við að finna jólatréin og pakka trjánum.

Alla daga verður líf og fjör, jólasveinarnir verða á staðnum og það verður logandi varðeldur. Við verðum með rjúkandi ketilkaffi til sölu, heitt kakó og smákökur. Það er sannkölluð jólastemning í skóginum!

Íslensk jólatré eru vistvæn og sjálfbær. Þau eru ræktuð án eiturefna og eru ekki flutt á milli landa.

Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur 50 plöntur.

Félagsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur fá 15% í afslátt.

Á döfinni