30. nóvember 2019 - 22. desember 2019

Jólamarkaður í Heiðmörk

Jólamarkaðurinn við Elliðarársbæ í Heiðmörk er haldin ár hvert af Skógræktarfélagi Reykjavíkur.

Undanfarin ár hefur verið mikil og ljúf jólastemming hjá okkur á aðventunni, og það er ánægjulegt að sjá að heimsókn á jólamarkaðinn hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá mörgum fjölskyldum.

Hugsjón Jólamarkaðsins er að stuðla að fjölskylduupplifun í vetrarparadís þar sem fólk kemur og nýtur tónlistar, upplesturs og barnastundar í skóginum. Gestir geta fundið fallegar vörur unnar úr nátturlegum efnum og innlenda matarhefð fyrir hátíðarnar á handverksmarkaðinum.

Markmið Skógræktarfélags Reykjavíkur er að auka vitund borgarbúa á möguleikum skógarmenningar allan ársins hring.

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opinn allar aðventuhelgar frá klukkan 12:00 til 17:00

Aðventuhelgar 2019

30.-1. desember

07-08. desember

14-15. desember

21-22. desember.

Á döfinni