20. ágúst 2017

Íslandsmót í hrútadómum

Íslandsmót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetri á Ströndum sunnudaginn 20. ágúst kl. 14:00.

Aðgangur að hátíðinni og sýningum Sauðfjársetursins er ókeypis í tilefni dagsins. 

Bæði verður keppt í flokki vanra og óvanra hrútaþuklara. Vegleg verðlaun í boði í báðum flokkum. 

Kjötsúpa í hádeginu og veglegt kaffihlaðborð yfir daginn.

Á döfinni