Undirbúningsnefnd Hrútadagsins skipa Axel Jóhannesson frá Gunnarsstöðum, Silja Rún Stefánsdóttir frá Leifsstöðum, Ingibjörg Sigurðardóttir frá Raufarhöfn og Baldur Stefánsson frá Klifshaga.
06. október 2018

Hrútadagur á Raufarhöfn

Hrútadagurinn 2018 verður 6. október í Faxahöllinni á Raufarhöfn frá klukkan 14-18.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Dagskráin er með hefðbundnu sniði þar sem glæsi­legir lambhrútar ganga kaupum og sölum, sumir á uppboði. 

Þá er ýmislegt gert til skemmtunar og meðal annars keppt í stígvélakasti. Einnig verður fegurðarkeppni gimbra. Á föstudagskvöldinu verða tónleikar með Stefáni Jakobssyni úr Dimmu þar sem hann flytur föstudagslögin ásamt Andra Ívarssyni. Á laugardags­kvöldinu verður þrusustuð á skemmti­dagskrá með Hundi í óskilum, og hljómsveitin Trukkarnir sjá svo um að hrista dansgólfið fram á nótt. 
 
Undirbúningsnefndin lofar skemmtilegri helgi á Raufarhöfn, en nefndina skipa Axel Jóhannesson frá Gunnarsstöðum, Silja Rún Stefánsdóttir frá Leifsstöðum, Ingibjörg Sigurðardóttir frá Raufarhöfn og Baldur Stefánsson frá Klifshaga. Allar upplýsingar má finna á facebook-síðu Hrútadagsins, facebook.com/Hrutadagurinn. 
 
Dagskráin:
 • Gréta Bergrún og Árni Davíð ætla að leiða dagskrána. 
 • Sölubásar með ýmsan varning
 • Hvetjum bændur til að mæta með sinn besta lambhrút. 
 • Keppt verður um besta skrokkgæða lambhrút svæðisins. Farandbikar fyrir besta hrútinn.
 • Skrokkasýning og úrbeining
 • Stígvélakast.
 • Barnadagskrá - Gimbra fegurðarsýning - Hvetjum alla krakka til að taka þátt.
 • Svo er auðvitað sala á hrútum sem gæti endan með uppboði.
 • Kvölddagskrá:
 • Hundur í óskilum. 
 • Svo þarf bara að fylla á pelann og skella sér í gúmítútturnar því þá hefst dansleikur með hljómsveitinni Trukkunum frá A-Húnavatnssýslu.

Á döfinni