05. október 2019

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

Á hrútadaginn koma bændur í Norður-Þingeyjarsýslu saman til að sýna og selja afurðir sínar. Auk hrútasýningarnar verða sölubásar og fleira skemmtilegt.

Hrútadagurinn 2019 verður haldinn 5. október í Faxahöllinni á Raufarhöfn frá klukkan 14-18.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna:

Jón Þór Kristjánsson (fréttamaður með meiru) ætlar að leiða dagskrána.

Sölubásar með ýmsan varning.

Keppt verður um besta skrokkgæða lambhrút svæðisins. Farandbikar/Búvísbikar veittur um kvöldið fyrir besta hrútinn. Hvetjum bændur til að mæta með sinn besta lambhrút til leiks.

Skrokkar verða til sýnis.

Stígvélakast, eða annar almennur fíflagangur.

Barnadagskrá - Gimbra fegurðarsýning - Hvetjum alla krakka til að taka þátt. Breytt fyrirkomulag á sýningu verður í ár. Skráning á staðnum .Frekari upplýsingar gefa Baldur ( 693-0627) eða
Axel (899-7589).

Svo er auðvitað sala á hrútum sem gæti endað með uppboði.
“Gje-in þrjú “ GLEÐI GLENS OG KJÖTSÚPA 😂🤣🍾🍻

Kvölddagskrá:

Karlakór Eyjafjarðar:

Karlakór Eyjafjarðar og Jón Þór Kristjánsson þeim til halds og trausts

Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar er um 40 manna kór, Kórinn hefur frá upphafi unnið eftir þeirri stefnu að hafa léttleika að leiðarljósi og að lagavalið einskorðist ekki við hefðbundin karlakórslög. Við treystum þeim fullkomlega fyrir þessu verkefni enda alvanir sprelli og gríni. Undirleikari er Valmar Valjaots.

 

Á döfinni