Frá Handverkshátíð í Eyjafirði 2016. Mynd / MÞÞ
9-12. ágúst 2018

Handverkshátíðin í Eyjafirði

Handverkshátíðin í Eyjafjarðar­sveit er ein af gamalgrónustu og fjölsóttustu sumarhátíðum landsins og verður hún haldin í 26. sinn dagana 9.–12. ágúst næstkomandi. 
 
Eitt af því sem skapar þessum viðburði sérstöðu er mikil þátttaka fólks í félagasamtökum í Eyjafjarðarsveit í undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar og leggja þar allir aldurshópar hönd á plóg; hvort heldur er í veitingasölu, uppsetningu og frágangi sýningarbúnaðar, miðasölu eða öðru því sem leysa þarf til að hátíðin takist sem best.
 
Í aðalsýningarsal Handverkshátíðarinnar á kom­andi sumri verður gerð breyting á fyrirkomulagi sýningarkerfisins sem bæði eykur rými fyrir ­gesti og býður fleiri möguleika í framsetningu fyrir sýnendur.
 
Stökkpallur fyrir handverksfólk
 
„Við leggjum okkur alltaf fram um að þróa viðburðinn í takt við tíðarandann og þarfir sýnenda og gesta hverju sinni,“ segir Dóróthea Jónsdóttir, sem sæti á í sýningingarstjórn Handverkshátíðarinnar en að baki sýningunni stendur sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit. 

Á döfinni