10. mars 2018

Hænsnahald í sveit og á bæjum

Námskeiðið er ætlað öllum sem eiga hænur eða vilja hefja ræktun og nýtist vel ræktendum hænsnfugla.  Á námskeiðinu verður farið í alla helstu þætti sem mikilvægir eru fólki sem vill hefja ræktun á hænsnfuglum eða bæta þá ræktun sem fyrir. Einnig nýtist námskeiðið mjög vel þeim sem vilja halda nokkrar fugla í garðinum hjá sér. Farið verður vel í þætti eins og egg, útungun, ungaeldi, atferli/ræktun, fóðrun, aðbúnað og húsakost. Þá verður rík áhersla lögð á daglega umhirðu, almenna dýravelferð og helstu sjúkdóma. Einnig verður fjallað um mismunandi tegundir og hvaða lagaramma þarf að hafa í huga er kemur að hænsnahaldi.

Gert verður stutt hlé á milli liða og fólki gefin kostur á að koma með spurningar ef einhverjar eru. Skýringamyndum verður varpað á tjald, sýnd verða mismunandi egg, ílát, fóður og fleira fræðandi.

Kennari: Júlíus Már Baldursson bóndi og ræktandi í Þykkvabæ, eigandi Landnámshæna ehf sem rekur Landnámshænsnasetur Íslands.

Tími: Lau, 10. mars, kl. 10:00-17:00 á Kirkjubæjarklaustri.

Verð: 14.000 kr

Minnum alla starfandi bændur á þann möguleika að sækja um styrk í Starfsmenntasjóð bænda!

 

Á döfinni