Lance Price, prófessor við George Washington háskóla í Bandaríkjunum, hefur meðal annars haldið fyrirlestra um sýklalyfjaónæmi á TED-X.
15. desember 2017

Fyrirlestur um kjötviðskipti og sýklalyfjaónæmi

Á þessu ári er Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans 100 ára. Af því tilefni mun prófessor Lance Price halda opinn fyrirlestur í Veröld Vigdísar, Háskóla Íslands við Suðurgötu, fimmtudaginn 14. desember klukkan 15:00. Fyrirlesturinn nefnist á ensku "Meat, Trade, and Antibiotic-resistant Infections" eða „Kjöt, viðskipti og sýklalyfjaónæmi“. 
 
Lance Price er prófessor við George Washington háskóla í Bandaríkjunum en hann hefur fjallað töluvert um áhættu sem felst í sýklalyfjaónæmi og þeirri heilbrigðisógn sem fólki stafar af því. Lance hefur meðal annars haldið fyrirlestra um áhrif stórbúskapar (e. factory farming) og of mikillar sýklalyfjanotkunar í búfénaði á sýklalyfjaónæmi í mönnum. Áhugasamir geta nálgast fyrirlestur á TED-X á Youtube sem Lance hélt nýlega undir heitinu „Factory Farms, atibiotcs and superbugs“.
 
Það er sjóður Níelsar Dungal sem styrkir ferð hans hingað. Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugasömum á meðan húsrúm leyfir. 
 
Fyrirlestur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara sem er annt um að halda sérstöðu Íslands er varðar sýklalyfjaónæmi.

Á döfinni