Starfstöð Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá. Mynd: Halldór Sverrisson.
22-24. mars 2017

Fagráðstefna skógræktar 2017

Fagráðstefna skógræktar 2017 á 50 ára afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá.

Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Búast má við að fyrirlesarar verði bæði innlendir og erlendir og þema ráð­stefn­unn­ar verður tengt skógræktarrannsóknum fyrr og nú.

Þegar hefur verið tekinn frá salur í Hörpu og herbergi á Hótel Sögu þar sem hátíðar­kvöld­verð­ur verður einnig snæddur að kvöldi 23.mars. Samkvæmt hefð hafa Skógræktarfélag Íslands, Land­búnaðar­háskóli Íslands og Skógfræðingafélagið tekið þátt í skipulagningu Fagráðstefnu skógræktar og þess er vænst að svo verði einnig nú. 

Allar hugmyndir, bæði um fyrirlesara og efnistök, eru vel þegnar. Síðar verður auglýst eftir erindum og veggspjöldum og er frekari fregna af ráðstefnunni að vænta með haustinu.

Gert er ráð fyrir að 22. mars verði ferðadagur og að kvöldi hans verði að venju haldinn aðalundur Skóg­fræðinga­félags Íslands og hins óformlega félags Óskógs ef þannig ber undir. Kemur í ljós þegar nær dregur hvar þessir fundir fara fram. Ráðstefnudagarnir verða svo 23. og 24. mars og á dagskránni verður meðal annars ferð að Mógilsá.

Á döfinni